-
Góð grafísk hönnun er lykilatriði í að miðla skilaboðum á áhrifaríkan hátt. Hún tryggir að innihald sé bæði sjónrænt aðlaðandi og auðskiljanlegt og eykur þar með líkur á að ná tilætluðum árangri.
Með vandaðri hönnun er hægt að skapa sterka ímynd og sérstöðu fyrir fyrirtæki og stofanir sem stuðlar að auknu trausti og viðurkenningu samfélagsins.
Góð hönnun einfaldar flókin skilaboð og gerir þau aðgengilegri.
Dæmi um merki hönnuð af Ingibjörgu Berglindi grafískum hönnuði og listræns stjórnanda Komplíments.