Verkefnastjórn
-
Komplíment býður upp á verkefnastjórnun fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem miðar að því að stuðla að betri líðan, efla sjálfsvitund og styrkja jákvæða vinnustaðamenningu.
Við leggjum sérstaklega áherslu á forvarnir, streitustjórnun og bætt samskipti sem styðja við andlega heilsu og jafnvægi.
-
Komplíment býður upp á faglega verkefnastjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja kortleggja styrkleika og áskoranir og í framhaldinu bæta verklag og auka skilvirkni.
Við leggjum áherslu á gagnadrifna nálgun og skýra aðgerðaáætlun sem skilar raunverulegum árangri.
-
Komplíment býður umsjón með verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja tryggja árangursríka innleiðingu nýrra kerfa, ferla eða starfshátta. Þetta gætu verið til dæmis Grænu skrefin eða innleiðing samskiptasáttmála.
Við vinnum eftir skýrri áætlun, leggjum áherslu á skilvirk samskiptum og tryggjum markvissa eftirfylgni.
-
Komplíment býður sérsniðna verkefnastjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta innri og ytri samskipti, auka skilvirkni og styrkja ímynd sína.
Við leggjum áherslu á skýra miðlun upplýsinga til að byggja upp samheldnari og jákvæðari vinnustað.
-
Komplíment býður upp á sérhæfða verkefnastjórnun byggða á Inner Development Goals (IDG) rammanum. IDG hefur þegar sannað gildi sitt hjá fyrirtækjum á borð við IKEA, Novartis og Volvo.
Með því að leggja áherslu á innri þróun, sjálfsvitund, samkennd og samvinnu starfsfólks stuðlum við að sterkari og sjálfbærari fyrirtækjum sem eru betur í stakk búin til að ná langtímamarkmiðum sínum og stuðla að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.