Vinnustofur

Viltu efla samskipti, styrkja teymið eða bæta sýnileika fyrirtækisins? Við bjóðum upp á sérsniðnar vinnustofur fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem fagleg þekking og hagnýt verkfæri fara saman.

  • Ímyndarsmiðja Komplíments er öflug vinnustofa fyrir fyrirtæki sem vilja skilgreina sig skýrt og skerpa á eigin ímynd. Á vinnustofunni förum við djúpt í kjarna fyrirtækisins: Hver eru gildi þess? Hver er sérstaðan? Hvaða tilfinningu á vörumerkið að vekja?

    Með leiðsögn sérfræðinga frá Komplíment vinnum við markvisst að því að skilgreina lykilmarkhóp, finna rétta markaðssetningu og móta sterka og einlæga ímynd sem nær til viðskiptavina.

    Vinnustofan hentar jafnt nýjum fyrirtækjum sem vilja byggja upp öflugt vörumerki sem og rótgrónum aðilum sem vilja endurmeta eða skerpa á ímynd sinni.

  • Samskipti við fjölmiðla geta oft valdið hugarangri. Er ég rétta manneskjan til að svara? Hvað ef það koma óþægilegar spurningar? Hvað ef ég veit ekki svarið? Í samskiptum við fjölmiðla þarf ávallt að tryggja að upplýsingagjöf sé skýr, markviss og áreiðanleg. Á vinnustofunni verður farið yfir lykilatriðin.

  • Komplíment býður upp á hagnýta vinnustofu í árangursríkum samskiptum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við förum yfir lykilatriði í innri og ytri samskiptum og leggjum sérstaka áherslu á samfélagsmiðla. Vinnustofan veitir praktísk ráð og verkfæri til að bæta samskipti, auka traust og styrkja ímynd.

  • Komplíment býður upp á markvissa vinnustofu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja innleiða samskiptasáttmála á skilvirkan hátt. Við förum í gegnum ferlið, ræðum bestu leiðirnar til að fá starfsfólk með í breytingarnar og tryggjum að sáttmálinn verði lifandi hluti af menningu vinnustaðarins.

  • Inner Development Goals (IDG) hugmyndafræðin er nýtt sem leiðarljós til að rýna vinnuumhverfið á heildrænan hátt. Kjarninn í IDG er að raunveruleg sjálfbærni hefjist innan frá og þannig er hægt að byggja sterkari og sveigjanlegri fyrirtæki og stofnanir sem eru betur í stakk búnar til að takast á við áskoranir samtímans.

  • Á vinnustofunni eru kenndar einfaldar og áhrifaríkar slökunaræfingar sem draga úr streitu og bæta almenna líðan. Vinnustofan samanstendur af fræðslu, umræðum og æfingum. Ef aðstæður og áhugi eru fyrir hendi endar námskeiðið á 30 mín djúpslökun.